...

Jæja enn ein vikan liðin, Fredrik fór að vinna aftur fyrir viku svo dagarnir mínir hafa farið í að venjast því að vera ein með börnin. Emil er á leikskólanum þrisvar í viku og honum finnst það æðislegt, hann vaknar kl 6 alla daga og tilkynnir okkur það að honum finnist gaman að leika. Við erum líka ofboðslega ánægð með leikskólann sem er foreldrarekinn montessori leikskóli, hér í Svíþjóð er rosalegur munur á leikskólum og við finnum svakalegan mun á þessum og skólanum sem hann byrjaði í fyrir ári.

IMG_6508


IMG_6510


Alma bara stækkar og stækkar og safnar fellingum :)

IMG_6553


Smá munur á tásu stærð þó Emils tásur hafi verið svona litlar fyrir ekki svo löngu síðan :)
Untitled-1

Ég saumaði lítið bútasaumsteppi sem ég er ofboðslega stolt af þó það sé langt frá því að vera fullkomið, núna langar mig að sauma eitt stórt fyrir svefnherbergið, þarf bara að ákveða liti og finna efni í það.

Quilt

Quilt

alveg fullkomið fyrir Ölmu að liggja á..

Quilt

Vona að þið eigið góðan mánudag

7 comments:

Sigdís Þóra said...

Vá snillingurinn þinn! Þetta teppi er alveg æði, flottir litir og munstrið ekkert smá flott, passar vel saman:)

Frábært að Emil sé svona sáttur með nýja leikskólann :) Það skiptir svo miklu máli..

Gaman annars að lesa og fylgjast með ykkur dúllur :*

Bið að heilsa og knús á familien :)

Ásrún said...

Váá Guðný, þetta teppi er æðislegt! Þú ert svo flink :) Æðislegar myndir og gott að heyra að Emil sé svona ánægður. Hafið það gott!!

Habba said...

Teppið er ekkert smá fallegt :) Ég var einmitt að kaupa efni í svona teppi og þarf núna bara að læra að sauma! ;) Ég væri sko alveg til í að eiga svona stórt teppi í stofunni en þar sem ég endaði á að borga um 8000 kr fyrir efnið í litla teppið þá læt ég það vera ;)

Vona að verðlagið sé ekki jafn hrikalegt hjá þér. Ég er með langan lista yfir hluti sem mig langar að föndra við en get ekki leyft mér það :( búhú

Gudny Brá said...

Takk stelpur, knús á ykkur allar!

Og Habba það er svo gaman að sauma ég er allavega alveg húkt, en vá 8 þús er roslaega mikið. Ég hef bara verið að nota efni sem ég finn second hand í öll verkefni á þessu námskeiði, efnið í þetta teppi kostaði örugglega undir 50kr sænskar. Mig langar samt að kaupa einhver flott efni í stærra teppi en á eftir að athuga hvað það kostar.
Er annars búin að fá prjónauppskriftina að ungbarnagallanum viltu að ég sendi þér hana?

Habba said...

Haha æj já ég labbaði inn í saumabúð, valdi mér falleg efni og rétti kortið brosandi! Fékk svo áfall þegar ég heyrði töluna! Mun vanda valið næst og nota útsölur og svona ;) Hlakka samt til að sauma teppið :)

Þú mátt senda mér uppskriftina já takk! hrafnhildur.hjaltadottir@gmail.com

Anonymous said...

Ótrúlega flott teppi hjá þér. Ég fékk saumavél í útskriftargjöf og ætla að byrja á fullu að sauma þegar ég fer út. Veit bara ekki alveg á hverju ég á að byrja. Finn eitthvað:)
Viltu líka senda mér uppskriftina af gallanu. Ég er nú ekkert að fara að prjóna hann á nein komandi afkvæmi en fannst hann bara svo fallegur, prjóna þegar tilefni er til;)

Kveðja
Fjóla

gohang said...

Great post and success for you..
Kontraktor Pameran
Jasa Pembuatan Booth Pameran
Kontraktor Booth Pameran
Jasa Pembuatan Booth