photo BANNER_zps3e343e76.jpg


umflokkarUntitled-1heimasida


Emil fyrir ári

Ég ætlaði að fara að vinna myndir og opnaði óvart september 2009 í staðinn fyrir 2010 og ég trúi því eiginlega ekki hvað Emil hefur breyst á einu ári, finnst hann svo ótrúlega lítill þarna...

IMG_0853

IMG_1154

Nú er hann svo stór og duglegur, í gær sagði ég við hann að ég ætlaði að taka mynd af Ölmu og þá hljóp hann af stað náði í polaroid myndavél sem hann er búinn að eigna sér og vildi líka taka myndir. Verst að ég á ekki filmu í vélina því það væri gaman að sjá hver útkoman yrði.

IMG_7057

Emil að kjafta við systir sína sem var ekki að nenna að liggja á maganum..

IMG_7044

IMG_7020-2

litla krúttið sem er alltaf jafn hissa þegar mamma hverfur bakvið þetta svarta skrýtna box sem hún er alltaf með ;)

Untitled-2

Jæja nú er Emil á leikskólanum og Alma sofandi úti í vagni, ég er að hugsa um að fara að taka til eða jafnvel fá mér bara annan kaffibolla og njóta þagnarinnar! :)



4 comments:

Greta María said...

þú tekur svo yndislegar myndir!

Sunna said...

Ríkidæmið þitt er ótrúlegt! Þau eru yndislegri en allt, þessi litlu skott. Alma stækkar og stækkar og verður bara sætari og sætari, vissi ekki að það væri hægt! Emil líka, alveg satt hann hefur breyst ekkert smá mikið á einu ári.

Er byrjuð að föndra mín kæra, þú ert minn helsti innblástur :). Vildi óska að ég væri jafn dugleg að skapa og þú elskan mín. Allt sem þú snertir verður að e-u mad flottri snilld. Húfan hennar Ölmu er æði, sem og listaverkið hans Emils. Hlakka til að sjá það fullgert.. Viltu leyfa okkur að fylgjast með?

Mikil ást,
S
P.s. Fjóla var með hugmynd um að hafa Skype - conference call e-n tíma bráðlega, líst þér ekki vel á það?

Sóley said...

Já ég kannast við það að fá sér kaffi og reyna aðeins að njóta friðsins þegar maður fær tækifæri ;)
Ætlaði að segja þér að ég var komin með gleraugu eins árs og þau voru með gormum svo þau tolldu betur. Veit ekki hvernig það gekk til að byrja með ;)
Knús!

Gudny Brá said...

Takk frænka og sömuleiðis, við verðum að fara í ljósmynda leiðangur saman næst þegar við hittumst! ;)

Sunna þú ert svo sæt, það færist bara bros yfir andlitið um leið og ég byrja að lesa það sem þú skrifar.
Flott hjá þér að föndra, það er svo gaman. Þú verður að sýna mér hvað þú gerir!
Ég er meira en til í skype, var einmitt að velta því fyrir mér um daginn hvort það gætu ekki margir talað saman í einu á skype. Sniðugt :)

Og Sóley friðurinn entist ekki lengi, um leið og Alma vaknaði fékk ég símtal frá leikskólanum hans Emils um að hann væri orðinn veikur :/

knús á ykkur allar :*