photo BANNER_zps3e343e76.jpg


umflokkarUntitled-1heimasida


Amerískar pönnukökur

ponnukokur

Emil og Alma eru veik enn og aftur, það er einhver svaka inflúensu faraldur að ganga hér í Svíþjóð og ég vil helst bara halda börnunum heima þar til þetta gengur yfir. Finnst ég senda þau á leikskólann eingöngu til þess að næla sér í nýjar flensur.
En við gerum okkar besta í að hafa gaman hérna heima á meðan, í gær bökuðum við pönnukökur og borðuðum þær með hunangi, kókos og bönunum sem vara bara nokkuð gott.

Amerískar pönnukökur:

3,5 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1.5 tsk salt
2 msk smjör
2.5 dl mjólk
1 egg

Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál. Bræðið smjörið og hrærið saman við mjólk og egg. Blandið öllu saman og stekið kökurnar á pönnu upp úr smjöri.

Krökkunum finnst líka gott að borða pönnukökurnar með sultu og þá kaupi ég helst sultu sem er sætuð með eplamauki, yndislega gott án þess að vera of sætt. :)

3 comments:

Sunna said...

Mmmm, ætla að prófa við tækifæri :). Ætli það séu til svona sultur hérna heima.. þarf að tékka! XX

Sif Heiða said...

Er alveg ókunnug þér en ég kíki alltaf reglulega á bloggið þitt; gullfallegar myndir og falleg stemning :). Spennandi uppskrift af amerísku pönnukökunum, þarf að bjóða strákunum mínum uppá hana fljótlega, jafnvel bara síðdegis! :)
Takk fyrir mig! :)
Sif

Gudny Brá said...

Já Sunna það hlýtur að vera til svona sulta, allavega í heilsubúðum. :)
Takk kærlega fyrir kveðjuna Sif, ég vona að strákarnir þínir verði ánægðir með pönnukökurnar. :)