Gullveggur

Gullavegg kisikisi2kisi3  
Í byrjun árs vorum við fjölskyldan í þrjá mánuði í Kaliforníu og á meðan bjó litli bróðir hans Fredriks í íbúðinni okkar með kisa. Kisi virðist hafa verið eitthvað ósáttur við að hafa verið yfirgefinn og reif niður veggfóður á nokkrum veggjum. Það var ekki mjög fögur sjón en sem skyndilausn klippti ég út gullhringi úr plastfilmu og límdi yfir ljóta bletti í stofunni. Rifurnar voru ekki alveg jafn margar og doppurnar eru, en ég gleymdi mér aðeins í gullgleðinni. Emil finnst að við ættum að þekja allan vegginn í gulli og helst herbergið hans líka.

4 comments:

Habba said...

Ég skil hann vel! Þetta er svo fínt :)

Gudny Brá said...

Takk Habba! Og takk fyrir að lesa! :*

Kristrún Helga(Dúdda) said...

Virkilega fínt. Hvar fékkstu þessa filmu? :-)

Gudny Brá said...

Takk. :) Ég fékk filmuna í málningarverslun hér í Svíþjóð. Veit því miður ekki hvar þetta fæst á Íslandi.