Origami


 Alma veit fátt skemmtilegra en að föndra og því ákváðum við að bæta í föndurdótið hennar um jólin og gáfum henni þetta sniðuga Origami sett. Það er gert fyrir aðeins eldri börn en við dundum okkur við þetta í sameiningu.

Þar sem mér finnst  eiginlega alveg jafn skemmtilegt að föndra, pantaði ég mér þessa sniðugu bók eftir Fideli Sundqvist. Hún er snillingur í að vinna með pappír og býr til allskonar fínerí. Ég hlakka til að spreyta mig á nokkrum verkefnum í bókinni, sérstaklega á loftbelgnum hérna fyrir neðan.

2 comments:

Habba said...

En skemmtilegt og boxið er hrikalega sætt.

Kristrún Helga(Dúdda) said...

Það er svo skemmtilegt að föndra með pappír :-)