Alma Kristín

Alma Kristín fæddist 18.maí og er orðin viku og 3 daga gömul (tíminn flýgur áfram). Fæðingin gekk alveg rosalega vel, ég byrjaði að fá verki kl 11 á mánudagskvöldið og hún var fædd kl 4:20 um nóttina smá munur frá 18 tíma fæðingunni hans Emils. :)
Hún er alveg yndisleg gerir ekki annað en að sofa og drekka, vona bara að hún áfram að vera svona góð.
Emil er voðalega hrifinn af henni en hann greyið veiktist svo daginn eftir að hún fæddist, fékk hósta og hita sem fór tvisvar upp í 41 gráðu í annað skiptið fór Fredrik með hann á spítalann í skoðun en sem betur fer kom ekkert alvarlegt í ljós og hann fór að jafna sig fljótt eftir það. Nú er hann bara kvefaður sem og restin af fjölskyldunni svo við kúrum bara öll inni og reynum að jafna okkur.
veikur að horfa á teiknimynd og borða vínber, það eina sem hann fékkst til að borða.

Litla daman er strax búin að fá fullt af kjólum gefins, nú verður sumarveðrið bara að láta sjá sig aftur svo við getum notað þá áður en hún vex upp úr þeim.

Tók nokkrar af henni vakandi í dag eftir að hafa fengið kvörtun frá Óla bróðir yfir að hún væri sofandi á öllum myndum. Það hafa bara ekki gefist mörg tækifæri því hún drekkur yfirleitt þegar hún vakir og fer svo aftur að sofa :)

Stóri bróðir sem er búinn að vera svo glaður í dag yfir að vera orðinn frískur.
Ofaná veikindin hans þá fann ég tvo jaxla sem komu upp í vikunni svo það hefur ekki verið séns að ná snuddunni út úr honum.11 comments:

Anonymous said...

Þau eru bæði alveg hreint yndisleg elsku gullsystkinin....gangi ykkur sem allra best elskurnar mínar.

Knús og þúsund xxxxx
mamma

óskalistinn said...

æ þú tekur svo yndislega dýrmætar myndir af börnunum þínum :)

Margrét Inga said...

Þau eru æðisleg bæði tvö, algjörir gullmolar sem þið eigið. Þið eruð svo æðisleg fjölskylda og ég sakna ykkar SVO mikið.
Greyið Emil að vera svona lasinn og að fá jaxla ofaná allt, litli molinn. Vonandi fer hann að hafa það betra ;)
Knús á ykkur öll :*

Anonymous said...

Við óskum ykkur innilega til hamingju með dótturina, mikið er hún falleg og þau bæði alveg yndisleg.

Bestu kveðjur.
Ella og Gylfi :)

Sóley said...

Yndislegar myndir af fallegu börnunum :) Risaknús :*

Fjóla Kristín said...

Þau eru svo yndisleg bæði tvö. Látið ykkur batna sæta fjölskylda, ég hlakka ROSALEGA til að hitta ykkur næst:)

Óli said...

Takk fyrir æðislegar myndir :) það verður yndislegt að hitta ykkur eftir 2 vikur vonandi hristið þið þessi veikindi af ykkur sem fyrst.

kveðja Óli

Anonymous said...

Ohh hvað daman er nú dásamlega fullkomin :o). Myndirnar þínar eru svo fallegar alltaf hreint! Æ hvað það er gott að litla berjastráksa sé búið að batna..

Knús á ykkur!
Sjáumst eftir 2 vikur! :oD

Berglind

Sunna said...

Hún er svo falleg elsku litla Alman :) Yndislegt að fá svona fallegar myndir!!
Hlakka svakalega mikið til að sjá hana í eigin persónu..

Knúsaðu Emil frá mér - greyið litla skinn að fá allt þetta í einu, tennur og veikindi..

Yndislegt að heyra hvað allt gengur vel með litluna.

Mörgþúsundkossar,
S

Kolla said...

aftur til hamingju með hana -ótrúlega falleg börn sem þú átt :)

Þórdís Hermannsdóttir said...

Börnin þín eru svo falleg Guðný, og myndirnar þínar eru æði :)