Gröna Lund


Við eyddum deginum í gær í Gröna Lund skemmtigarðinum og skemmtum okkur konunglega!

Þessi lest var í miklu uppáhaldi hjá Emil og ég veit ekki hvað hann fór margar ferðir. Honum fannst ekki alveg jafn gaman að bíða í röð eftir tækjunum og skildi ekkert í því af hverju við fórum ekki bara framfyrir allt fólkið.
Við létum þennan stóra eiga sig í þetta sinn..Alma hafði það gott í vagninum sínum á meðan. Hún er alveg yndislegust, það heyrist varla í henni allan daginn og hún sefur oftast 8 tíma á nóttu, vaknar, drekkur og sefur svo meir. Algjört draumabarn :)

Vona að þið njótið sólarinnar á Íslandi við ætlum allavega að gera það hér í Svíþjóð.
adios


3 comments:

Anonymous said...

Yndislegar myndir eins og alltaf hjá þér Guðný Brá! :o) Enda myndefnin ekki af verri endanum...
Knús á ykkur og sjáumst á föstudaginn! :o)

Berglind

Sóley said...

Vá myndirnar þínar eru alltaf jafn æðislegar, gaman hvað þú ert dugleg að deila þeim. Risa knús á ykkur krúttin :)

Gudny Brá said...

Takk takk takk, hlakka til að sjá ykkur!!
Knús :*