HITI

Það er búið að vera svo heitt og yndislegt veður í langan tíma núna, ég neita að kvarta undan hitanum því ég er ekki búin að gleyma kuldanum í vetur. Um helgina var hitastigið um 30 gráður og við hefðum bara átt að hanga á ströndinni og kæla okkur en í staðin unnum við í garðinum okkar, lékum okkur, fórum á flóamarkað og ýmislegt fleira. Ef það verður jafn gott veður um næstu helgi held ég að við verðum skynsamari og förum að synda.Emil minn slasaði sig aðeins í morgun, hann hljóp inn í herbergið sitt og datt með munninn beint á rúmkantinn. Hann bólgnaði þvílíkt upp fyrst eftir, en það jafnaði sig fljótt og það varla sér á honum núna. Held að þetta hafi tekið meira á mig heldur en hann.


Markaðurinn sem við fórum á..


Og Alma sefur flest allt af sér en bræðir okkur í klessu hverja mínútu sem hún er vakandi. Mér finnst hún vera síbrosandi stelpan (nema þegar ég gleymi mér og borða eitthvað skrýtið) :/


Ciao

1 comment:

Sunna said...

Yndislegt yndislegt! Ég get ekki beðið eftir að fá að kynnast Ölmu.
Vona að þið hafið fundið e-ð skemmtilegt á flóamarkaðnum fína. Lítur út fyrir að hafa verið skemmtilegur :).

Hafið það gott í sólinni og hitanum. Njótið hans, því hér hefur ekkert verið svo sólríkt að undanförnu. Vonandi takið þið hitann bara með ykkur þegar þið komið ;).

XX