banner

krúttlegir krakkar og nýr kjóll

við fórum beint í ferðalag eftir að við komum frá Íslandi og heimsóttum systir hans Fredriks og fjölskyldu. Ég tók ekki margar myndir þar sem Emil og Hugo eru alltaf á útopnu þegar þeir hittast og við vorum öll alveg búin á því þegar þeir sofnuðu loksins á kvöldin. Það verður svaka stuð eftir tvö ár þegar við verðum með 3 tveggja ára á sama tíma! (fattaði eftir að ég skrifaði þetta, að ég segi alltaf að Emil sé tveggja ára þó hann sé nú nær því að vera þriggja, kannski smá afneitun í gangi)

Emil


Hugo



Felix og Linus (eða Linus og Felix) :o)
IMG_5790


Og Alma í nýja kjólnum sínum sem bara kallaði á mig þegar ég sá haustbæklinginn frá H&M, er hann ekki sætur?

Hvernig lýst ykkur annars á nýja útlitið á blogginu?



5 comments:

  1. Love the new look! Síðan þín er svo mikil snilld og ég elska hvað þú ert dugleg að uppfæra! Snillingur :)
    Knús!

    ReplyDelete
  2. Jeii takk Sóley mín, ég reyni þá að halda áfram að vera dugleg! :)
    Kram á þig!

    ReplyDelete
  3. Mér finnst lúkkið æði! Mjög mikið þú :).

    Gaman að sjá litlu prinsessuna með eyrnabandið og í fallega nýja kjólnum sínum!!

    Fullkomlega sammála Sóleyju, svo gaman að lesa bloggið og fylgjast með ykkur öllum!

    XXX
    S

    ReplyDelete
  4. jii já trúi ekki að ég hafi ekki minnst á flotta hárbandið sem hún fékk frá Sunnu sinni! Það passar henni svo vel og fannst það sjúklega sætt við kjólinn :)
    Mikik ást :*

    ReplyDelete
  5. síðan er æðisleg, alltaf gaman að detta hingað inn! Og kjóllinn og hárbandið eru æði! :)
    Knús

    ReplyDelete