photo BANNER_zps3e343e76.jpg


umflokkarUntitled-1heimasida


Alma í svarthvítu

Ég keypti þessa húfu þegar ég gekk með Emil af því mér fannst hún svo sæt og ég var í HogM í Bandaríkjunum þar sem allt virtist kosta 2 dollara.

Ég fann svo húfuna þegar Alma var nýfædd, fannst hún rosalega stór því hún er fyrir 6-9 mánaða og mér fannst alveg heillangt þangað til Alma yrði svo gömul. En ég ákvað að máta hana núna og hún er eiginlega að verða of lítil. Ég notaði því tækifærið og smellti nokkrum myndum af henni með húfuna svo hún nýtist eitthvað eftir allan þennan tíma. :)


IMG_9210-2

IMG_9213-2

Annars er kominn föstudagur og um helgina er bæjarmarkaður hér sem er tvisvar á ári.
Kannski finnum við gull og gersemar ;)

Góða helgi

Varð að skella inn þessari mynd af Emil sem ég tók þegar 26.október 2008 þegar Emil var 9 mánaða. Smá svipur með þeim, eller hur?


6 comments:

Sigdís Þóra said...

Vá sami svipurinn og allt sem þú hefur náð á þeim :) Endalausar dúllumyndir!

Anonymous said...

Algjörar gersemar.... og jú það er sko svipur með þeim... :o)

Knús á ykkur...
Berglind G

Sóley said...

Vá ég tók bara andköf þegar ég sá þessar myndir, þær eru svo fallegar. Þú ert að standa þig eins og hetja sæta mín :*

Gudny Brá said...

Takk elskurnar þið eruð svo mikil æði allar saman! :*

Sunna said...

Börnin eru svo fögur Guðný Brá og já, það er nú svipur með þeim systkinum. Eðli málsins samkvæmt er Alma smágerðari og stelpulegri. Hvernig væri nú að smella inn mynd af ykkur foreldrunum á sama aldri? Þá gæti maður metið aðeins betur svipinn :)

Kærar helgarkveðjur,
Sunna

Gudny Brá said...

Takk Sunna mín, ég skal sjá hvað ég get gert í sambandi við myndir af okkur. Alma var nýfædd alveg eins og Fredrik á myndum en ég held að það sé eitthvað búið að breytast.