photo BANNER_zps3e343e76.jpg


umflokkarUntitled-1heimasida


Skottan mín

Það er mikið í gangi hjá litla skottinu mínu þessa dagana. Fyrsta tönnin hennar er búin að brjótast upp með öllu sem því fylgir og svo er hún farin að skríða, hún nær þó ekki að lyfta bumbunni frá gólfinu en hún fer hvert sem hún vill fara hvort sem það er á maganum eða bossanum.


Hún setur oft upp fyndna svipi t.d. þennan sem ég veit ekki alveg hvað þýðir. :p

...

...


Um síðustu helgi bjó ég til mjög einfaldar hillur í herbergið hans Emils. Ég málaði skókassa, límdi veggfóður í botninn og hengdi upp á vegg. Veggfóðrið er úr prufum sem ég fékk hér, mjög sniðugt í allskonar föndur.


Þessi saumamunstur fann ég á markaði fyrir jól og fannst þau svo krúttleg að ég varð að deila þeim! Nú höfum við ekki farið í uppáhalds "aðrar handar" búðina okkar heillengi því hún er búin að vera lokuð yfir jólahátíðina. En hún opnar aftur á laugardaginn, sem betur fer því við erum eiginlega komin með fráhvarfseinkenni og þurfum að fá okkar skammt af drasli!


Kem aftur á morgun með myndaseríu vikunar! :)

4 comments:

Begga said...

vá þessi sæti grettusvipur fer alveg með mig !! Og ég elska skókassahillurnar :) þú ert snillingur Guðný Brá !

Sunna said...

Þið eruð svo fallegar báðar tvær! Mér finnst Alma nú ansi lík bróður sínum á svarthvítu myndinni..

Gudny Brá said...

Takk stelpur! Og já mér finnst þau mjög lík :)

Sigdís Þóra said...

Frábærar hillurnar!! Sammála Beggu, þú ert algjör snillingur!

Og falleg litla krúttið - og þið báðar tvær :) Elskjú! :*