Við finnum alltaf hættulega mikið af dóti í hverri viku, þannig við höfum ákveðið að reyna að finna alltaf eitthvað til að selja í leðinni. Þá fáum við auka pening til að kaupa enn meira af drasli haha

typewriter

Okkur var búið að langa í hnött í langann tíma og þegar við loksins fundum einn var það í verslun sem leggur alltaf svolítið á vörurnar þannig að við borguðum aðeins meira fyrir hann, samt ekkert svakalega mikið. Fyrir jól fundum við hinsvegar þrjá í viðbót á hlægilegu verði eða 30kr sænskar stykkið og eigum við nú fjóra hnetti. Við ætluðum ekki að trúa því að þeir væru svona ódýrir og ég labbaði um alla búðina með sólskinsbros og fékk margar athugasemdir frá fólki í kring sem fannst ég örugglega stórskrýtin.

globes

Þessi fisher price trúður fékk að fylgja með heim í síðustu ferð...

fisher price

...en ekki þessi spilari. Mér fannst hann bara svo fallegur en meðan ég var að skoða hann kom starfsmaður með miða sem á stóð: SELDUR og límdi á hann. Ég er greinilega ekki orðin "pro" eins og aðrir sem versla þarna og vissi ekki hversu hratt maður verður ákveða sig ef maður sér eitthvað fínt.


Við fundum líka polaroid myndavél ónotaða í umbúðum og öllu. Við ákvaðum að selja hana þar sem við eigum eina fyrir og höfum lítið að gera við tvær, vélin er á internet uppboði og verður spennandi að sjá hvað hún fer á.

polaroid


2 comments:

Habba said...

Öfund! Ég á bara einn hnött og langar í fleiri! ;)

begga said...

váááá hnettirnir eru svo fallegir !!!