Gamlir og nýjir kjólar

Ég fann þennan svuntu-smekk og kjól á markaði um daginn og kippti þeim með heim, svona sætur smekkur er eiginlega nauðsynlegur þegar maður eyðir jafn miklum tíma við matarborðið eins og Alma gerir ;)

thrift find

Mér datt svo í hug að taka upp sniðið og sauma fleiri kjóla, það heppnaðist ágætlega og ég gerði nokkrar mismunandi útgáfur. Nú er ég komin í svo mikið saumastuð að mig langar til að sauma 100 í viðbót.

IMG_5059IMG_5092IMG_5093IMG_5048IMG_5052wearing a smock made by momIMG_5066IMG_5078IMG_5033my little ballerinaIMG_5160smiling...

Og Emil hjálpar að sjálfsögðu til við myndatökurnar!

IMG_5149

6 comments:

Sigdís Þóra said...

Uuuu váááááá minn eini!! Þú ert svo klár !!

Ég segi að þú saumir 100 í viðbót og fleiri til og markaðssetjir svo þessa frábæru og flottu hönnun! Slær klárlega í gegn :)

Margrét Inga Gísladóttir said...

Þú ert alltaf jafn mikill snillingur Guðný mín. Ég er sjálf alveg sjúk í að fara að sauma e-ð svona fínerí en finn ekki snúruna og allt aukadótið á saumavélina mína!! :/ Ég verð bara að kaupa kjól af þér ;P
Sakna ykkar endalaust mikið.
Knús og kossar

Sóley said...

Vá hvað þetta er flott allt saman og geggjað pilsið þitt ;)

Get samt ekki annað en hlegið yfir durgslátunum í okkur í handmennt í gamla daga. Þú hefðir getað verið aðalkennarasleikjan með þessa hæfileika :D

Kristrún Helga said...

Ji minn hvað þeir eru sætir! Ég elska allt sem er með blúndum á! :-) Ég er sérstaklega hrifin af gula kjólnum!

Anonymous said...

Ekkert smá krúttlegt hjá þér og módelið algjört krútt líka... Finnst svona blúndudúllerí líka ógurlega sætt...

Gætir selt svona... safnað fyrir ferð á klakann ;o).

Knús,
Berglind G

Gudny Brá said...

Takk stelpur, þið eruð æði!
Knús á ykkur allar :o)