Slaufu Alma :)

Greyið stelpan á brjálaða mömmu sem skreytir hana með slaufum og tekur fullt af myndum.
Hvernig er samt annað hægt þegar maður er svona sætur!

Every girl just needs a big bow! ;) IMG_4582IMG_4567IMG_4847-2IMG_4856IMG_4833

Við erum svo oft spurð að því hvort að hún sé stelpa eða strákur, fólk heldur yfirleitt að hún sé strákur og afsakar sig með því að hún sé svo stór og kröftuleg ;) Þessari skvísu finnst nefnilega ekki leiðinlegt að borða og borðar allt sem við gefum henni. Það eina sem hún hefur ekki viljað borða er eintómt avocado en ef því er blandað saman við banana rennur það ljúflega niður. Hún ætlar sér að verða stór og sterk svo hún geti haldið í við bróðir sinn.

7 comments:

Anonymous said...

Isss börn eiga að vera feit og falleg :-)
Edda Björk
p.s. ég fylgist regalulega með blogginu þínu. Þú tekur svo fallegar myndir :-) Svo prufaði ég múslí uppskriftina þína um daginn og hún hefur gjörsamlega slegið í gegn á mínu heimili. Takk fyrir það

Anonymous said...

Strákur! 8/... fuss þarna er svo greinilega lítil dama á ferð! Hún er nú meira ktjútípæið og jeminn þessar fellingar eru æði...

Knús,
Berglind G

Gudny Brá said...

Takk fyrir Edda Björk, gaman að heyra með múslíið ;)

híhí já Berglind mér finnst hún einmitt svo dömuleg og þessar fellingar eru bara yndislegar að klípa í :op
Knús

Sigdís Þóra said...

Litla sem ég var að passa úti í Danmörku var einmitt mjög oft álitin strákur af fólki úti á götu.. mjög dömuleg samt og stelpuleg í framan eins og Alma. Þetta er greinilega bara einhver skandinavísk kynblinda í orðsins fyllstu merkingu (ef svo er hægt að komast að orði) ;)

Sigdís Þóra said...

en mikið er hún fallegt barn :)

Anonymous said...

Vá, mér finnst svo ótrúlegt hvað tíminn líður Guðný. Þú átt bráðum bara 2 STÓR börn...stór yndisleg börn. Ég vildi að þið færuð að koma heim.

Sólveig

Gudny Brá said...

haha fyndið Sigdís, já þetta hlýtur að vera eitthvað skandinavískt! ;)
Og já Sólveig ég skil ekki hvað tíminn líður, ég hlakka líka mikið til næstu heimsóknar en verð að sjá til hvenær hún verður! ;/