Spennandi tímar...

Það eru svo spennandi tímar framundan, á morgun er ég að fara að mynda brúðkaup og í gær skrifaði ég undir leigusamning fyrir húsnæði þar sem ég ætla að opna ljósmyndastudio. Ég fæ lykla 15.júlí og þá tekur bara við vinna við að mála og gera allt klárt. Ég ræð mér varla fyrir spenningi nú þegar þetta er allt að verða raunverulegt.
Hér eru nokkrar prufu myndir sem ég tók af brúðarparinu þegar ég hitti þau um daginn.

2-web
3-web

8 comments:

Anonymous said...

Fallegar myndir af þeim þótt þau séu ekki í brúðarklæðum.....Alma er náttlega þvílíkt krútt að mann langar að knúsa hana í bak og fyrir.

Gangi þér vel á morgun elskan og heyrumst.
Þín mamma

Anonymous said...

Gangi þér vel á morgun! Og TIL HAMINGJU MEÐ LJÓSMYNDASTUDÍÓIÐ!!! :o) Allt að gerast á þinum bæ :o). Prufumyndirnar af parinu er æðislegar og gætu rétt eins verið brúðkaupsmyndir... Þú ert snillingur... Litla módelið í fyrri færslu er líka algjör konfektmoli...

Knús og kossar...
Berglind G

Hjalti said...

Djöfull er ég ánægður með þig...

Gudny Brá said...

Takk fyrir öll sömul! Brúðkaupið gekk dásamlega í gær og ég hef um 1000 myndir að fara í gegnum!! :)

ÁSrún said...

Þetta er frábært Guðný mín! Æðislega gaman að heyra, hlakka til að fylgjast með! :)

Ásgerður Ágústsdóttir said...

frábært hjá þér Guðný!! Til hamingju með þetta :) og gangi þér rosalega vel.

Gudny Brá said...

Takk Ásrún og Ásgerður!!! :)

Habba said...

Yndislegt Guðný mín. Innilega til hamingju. :*
Gaman að sjá myndirnar af Ölmu, hún er rosalega lík mömmu sinni þessi krúttsprengja :)