Photoshop-Fyrir og eftir

Ég fékk tölvupóst um daginn frá stelpu sem vildi fá að sjá mynd frá mér fyrir og eftir vinnslu í photoshop svo ég ákvað að setja saman smá dæmi.

alma-photoshopemil-photoshop

Ég tek allar myndir á “manual” stillingu og mæli með því ef þið viljið hafa fulla stjórn á því sem þið eruð að gera.
Það er misjafnt hvernig ég vinn hverja mynd en ég byrja á að opna myndirnar í “Camera Raw” þar laga ég “exposure” eða birtuna og bæti við kontrastinn. Ef ég ætla að gera mynd svarthvíta geri ég það einnig í Camera Raw.

Næst opna ég myndina í photoshop og þar laga ég hana yfirleitt til með því að fikta í “curves” og “levels” en það fer alveg eftir hverri mynd hvað ég geri.
Um leið og maður lýsir upp og bætir við kontrastinn lagar maður myndina alveg helling og þetta er hægt að gera í flestum myndvinnsluforritum. Ég hef enga reynslu af neinu öðru forriti en Photoshop en held að það sé hægt að ná sér í frí forrit á netinu þar sem hægt er að gera allt þetta helsta.
Myndirnar hér að ofan eru teknar inni í stofu heima um miðjan dag með stóran glugga sem ljósgjafa.

Ég vona að þetta hafi hjálpað einhverjum og ef þið hafið einhverjar spurningar geri ég mitt besta í að svara þeim.

2 comments:

Anonymous said...

Hvernig stillirðu vélina utandyra ?

Kv alda - ataksskvis_@hotmail.com .. ps. elska bloggið þitt :)

Sóley said...

Vá takk fyrir þetta. Þarf endilega að fara að læra á "ekki svo nýju lengur" myndavélina mína.