photo BANNER_zps3e343e76.jpg


umflokkarUntitled-1heimasida


kanilsnúðamöffins

Ég bakaði mínar bestu möffins í vikunni, örugglega þær óhollustu líka en algjörlega þess virði. 

moffins3-gudnybramoffins uppskrift:gudnybramoffins-gudny


Möffins u.þ.b. 12 stykki: 
4 3/4 dl hveiti
3 dl sykur
3 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
2 dl mjólk
150g smjör

Kanilfylling: 
50g brætt smjör
sykur eftir smekk
kanill

Krem:
200g flórsykur
100g smjör
smá kaffi

Byrjið á því að bræða smjörið, blandið öllum þurrefnum saman, hellið mjólkinni út í og síðast smjörinu. Blandið vel saman þar til deigið er jafnt. Deilið helmingnum af deginu í möffins form, þar á eftir setjið  þið u.þ.b. teskeið af kanilfyllingu í hverja möffins og svo fyllið þið formin með restinni af deginu. Bakið við 200gráður í u.þ.b. 15 mín. Kökurnar eru mjög góðar bara svona en ég sprautaði smjörkremi ofan á nokkrar þeirra til að gera þær enn óhollari. Njótið nú vel... 

No comments: