photo BANNER_zps3e343e76.jpg


umflokkarUntitled-1heimasida


Ljúfur laugardagur

Við erum búin að eiga góðan laugardag í garðinum okkar, settum niður kartöflur og ætlum að setja meira grænmeti á morgun, vona bara að veðrið verði aðeins betra.

Ég prjónaði peysuna sem Emil er í um daginn en náði í fyrsta sinn að klæða hann í hana í dag. Hann hefur hingað til ekki viljað sjá hana en ég held að hann sé orðinn sáttur, sem betur fer því það er frekar leiðinlegt að prjóna peysu til einskis.







Í kvöld ætlum við að horfa á úrslitaþátt í körslaget, uppáhalds sænski þátturinn minn þessa stundina. Deili með ykkur lagi úr síðustu þáttaröð, var svo svekkt þegar þessi kór datt út.


Vona að þið eigið góða helgi

-------
We spent the day in our allotment garden and planted some potatoes, the weather wasn´t the greatest but it was a lovely day anyway.

I knitted the hoodie Emil is wearing a while back but for some reason I couldn´t get him to wear it until today. He seemed to like it so I hope he will wear it happily from now on.

Hope you enjoy the rest of the weekend.

5 comments:

Sunna said...

En skemmtilegur laugardagur. Þú ert ein sú allra myndarlegasta Guðný mín. Prjónandi, föndrandi, bakandi, júneimitt, getur gert ALLT. Viltu kenna mér að vera svona? Hehe.. :) Emil er agalega sætur í nýju peysunni.

Þú ert svo ofsalega fín og sæt með bumbuna hér að neðan, tek í sama streng og mamma þín og Margrét - það væri nú ekki leiðinlegt að geta knúsað þig, bumbuna, Emil og auðvitað Fredrik sem oftast!

Margir margir margir kossar elskulegust. Sakna þín mikið!

Gudny Brá said...

Sunna farðu bara í of langt fæðingarorlof þá hefur maður allt of mikinn tíma til að gera hluti. :)
Vildi annars líka geta knúsað ykkur allar, sakna þín og það væri gaman að hittast á skype við tækifæri!

Dinara said...

sv: hej! Åh jag önskade att jag kunde läsa allt som står men jag får titta på de underbara bilderna! Vad härligt att du väntar ditt andra barn! Så spännande! Lycka till med allt! Vet ni vad det blir? Kram
/dinara

Anonymous said...

Jeminn hvað þú ert myndarleg! Flott peysan hjá þér, ég á ekki til orð yfir dugnaðinum í þér það er eins og þú sért búin að vera að prjóna í mörg ár! Mikið ert þú nú líka flott á myndinni að neðan... Komin þessi líka fína kúla... Ohhh hvað það verður gaman að sjá hvort hún hafi lítinn prins eða prinsessu að geyma... :o).

Hlakka til að sjá ykkur eftir smá... rúmar 5 vikur til stefnu!!!

Knús á gengið

Berglind

Sóley said...

Kannast við þetta ullarpeysuvandamál. Margréti finnst ullarpeysur frekar glataðar og ég þarf mikið að hafa fyrir því að sannfæra hana um að klæðast slíkri flík ;)