Allt að verða klárt

Nú eru bara 5 dagar í settan dag og allt að verða tilbúið fyrir barnið. Við reynum að búa okkur undir að það láti bíða eitthvað eftir sér eins og Emil gerði, en það er samt alltaf jafn erfitt að bíða þegar nær dregur.
Ég hef verið með mikla fyrirvaraverki undanfarið og finnst ég eiginlega ekki geta orðið stærri en annars er ég bara frísk og spræk og get ekki kvartað mikið.
Ég hef verið að dunda mér við að gera rúmið og skiptiborðið klárt, saumaði tvennskonar klæði utan um skiptiborðsdýnuna og finnst það bara frekar krúttlegt.

Mamma sendi okkur þetta flotta teppi sem hún prjónaði fyrir krílið.


Smá af Emil í lokin, upptekin við að horfa á eitthvað spennandi í tölvunni.

-------

It´s only 5 days till the due date and it´s getting harder and harder to wait so I use the time to make everything ready for the baby. We bought this cheap changing table at Ikea and I made it a little cuter by sewing new covers for the changing pad.

5 comments:

Sunna said...

Alltaf jafn fallegt hjá þér yndið mitt! Er búið að breyta settum degi? Bíð spennt spennt. Gangi þér allt í haginn elskan. Það þarf ekkert að vera að það láti bíða eftir sér, annað barn og svona. Hvað segirðu, hvernig hljómar t.d. 7, nú eða 11? 14. maí er líka töff...;) Tala í hringi hér hehe.

Margir kossar

Sóley said...

Ótrúlega sumarlegir og krúttlegir litir á efnunum. Gangi þér vel þessa síðustu daga og mundu bara að hvíla þig vel svo þú hafir krafta í átökin og vera dugleg að knúsa Emil þar sem hann þarf bráðum að fara deila þér :)

Margrét Inga said...

Ohhh þetta er svo spennandi ;) Þetta er allt svo ótrúlega fallegt hjá þér, þú ert svo mikill snillingur í höndunum Guðný mín (og afkvæmið er ekki slæmt sköpunarverk heldur ;p) Get ekki beðið eftir að sjá nýja krúttið.
Gangi þér rosalega vel og farðu vel með þig og reyndu að njóta þess að vera "bara" 1 barns móðir á meðan þú getur....hehe
Knús og þúsund kossar yfir hafið

Gudny Brá said...

Takk elskurnar, ég reyni að hvíla mig og njóta þess að hafa bara Emil að hugsa um en hlakka samt líka óendanlega mikið til að fá krílið í hendurnar :)
Og Sunna 10.maí hefur verið settur dagur frá því í fyrsta sónar en nú er 7.liðinn svo við sjáum hvort það verði kannski 11 eða 14. eða jafnvel 12. ;)

Anonymous said...

Vá hvað tíminn flýgur! Bara tveir dagar til stefnu! :oD Þetta er ótrúlega krúttlegt hjá þér hérna að ofan, sætt að setja áklæði á skiptidýnuna og sniðugir vasarnir sem þú settir á skiptiborðið! :o)... Vertu nú dugleg að hvíla þig og láta dekra við þig fyrir átökin... Tek undir með dömunum hérna að ofan, njóttu þess að eiga stund "bara" með Emil og knúsaðu hann endalaust frá okkur hérna á klakanum!

Knús
Berglind