40 vikur


Jæja 40 vikur í dag og ég vona að þetta sé síðasta myndin sem ég tek af bumbunni, en hver veit kannski tek ég mynd komin 41 viku. :p
Mér líður annars mjög vel og get því ekki kvartað þó ég þurfi að bíða aðeins lengur, á líka svo sætan strák sem vill vera knúsaður alveg í klessu þessa dagana. Held að hann hefi vit á að nýta tímann vel áður en hann verður stóri bróðir, það verður spennandi svo að sjá hvernig hann tekur nýja systkininu.Ég hef verið að dunda mér á kvöldin við að hekla skó á krílið og prófaði líka að sauma smekk, þarf bara að kaupa franskan rennilás til að festa á hann.

Vona að þið eigið góðan mánudag
knús


1 comment:

Sóley said...

Vá svo falleg á lokasprettinum og þvílíkt flottir skórnir og smekkirnir :) Risa knús :*