Sól og sumar

Jæja, ekkert barn komið en við Emil erum búin að hafa það gott í sólinni og góða veðrinu alla vikuna.

Hann er alltaf borðandi á öllum myndum sem ég tek því það er eini tíminn sem ég næ honum kyrrum. Sérstaklega auðvelt fyrir hann að komast undan mér þegar við erum úti þar sem það er ekki svo auðvelt fyrir mig að hlaupa á eftir honum lengur! :p


Hér er 4 daga helgi svo Fredrik er í fríi og við ætlum að skella okkur í sirkus sem er í bænum í dag, ég vona að ég nái fullt af myndum.

Góða helgi!


2 comments:

Hjalti said...

Með betri bumbu-myndum sem ég hef séð. Góð hugmynd. Hafið það gott í sólinni

Anonymous said...

Æðislegar myndir hjá þér :o), enda myndefnið ekki amalegt. Gangi þér vel og vonandi fer Lindberg/Berglind litli/litla að láta sjá sig!

Knúa á familíuna,
Berglind