photo BANNER_zps3e343e76.jpg


umflokkarUntitled-1heimasida


vika 3...

...og Alma stækkar og stækkar. Ég reyni að taka fullt af myndum því mér finnst ég hafa tekið alltof fáar af Emil svona nýfæddum þó ég eigi auðvitað slatta af myndum af honum líka ;)









Stóri bróðir er svo góður þó hann eigi nú líka til að vera aðeins of harðhentur og það þurfi að passa vel upp á hann í kringum hana. Það er bara svo freistandi að pota aðeins í þessi litlu eyru, nef og augu.






Á sunnudaginn var mæðradagur hér í Svíþjóð og Emil og Alma gáfu mér þessa æðislegu slæðu, hef sterkan grun um að pabbinn hafi eitthvað hjálpað til við valið á henni. Frábært þegar ég passa ekki í nein föt að geta allavega lífgað upp á útlitið með slæðunni :)

Nú ætla ég að skella mér í háttinn og vona að ég nái nokkrum klukkutímum áður en prinsessan þarf að drekka aftur. Á morgun förum við svo í skoðun með Ölmu, verður forvitnilegt að sjá hvað hún er búin að þyngjast. Í síðustu viku var hún orðin 4010gr, þá sagði hjúkrunarkonan að þau ættu að vera búin að ná fæðingarvigt sinni eftir tvær vikur en Alma gerði það á einni viku. Ætlar greinilega að verða algjör bolla :)
Góða nótt

7 comments:

Hjalti said...

Þú ert að gera svo góða hluti í barnamyndatökunum og innilega til lukku með nýjasta fjölskyldumeðliminn.

Heja sverige

Sunna said...

Alma litla fallega með hárband. Hjartaaaaanlega sammála Hjalta. Undursamlegar myndir!

Ástarkveðjur!

Gudny Brá said...

Takk fyrir falleg orð kæru! :)

Margrét Inga said...

Er ekki kominn tími á nýjar fréttir? ;P

Ásgerður Ágústsdóttir said...

Til hamingju með Ölmu sætu! :)
Skemmtilegt blogg og yndislegar myndir!

Anonymous said...

Þetta eru ótúlega fallegar myndir hjá þér! Er einmitt að leita mér að góðri myndavél...mætti ég spyrja hvaða vél þú notar?

Gudny Brá said...

Takk Takk :)
Ég nota Canon 5D markII, vona að þú finnir góða vél!

Og jú Margét það er sko kominn tími á fréttir, reyni að bæta úr því í bráð! ;)