photo BANNER_zps3e343e76.jpg


umflokkarUntitled-1heimasida


síma myndir

Eftir að hafa lesið færslu eftir þennan ljósmyndara sem ætlar að taka sjálfsmyndir af sér í heilt ár á símann sinn fór ég að hugsa um allar myndirnar á mínum síma. Ég nota nefnilega símann minn oft þegar ég er ekki með myndavélina en vil festa augnablikið á "filmu". Ég færði myndirnar loksins yfir á tölvuna og þó að þær séu í hræðilegum gæðum þykir mér alveg ofboðslega vænt um þær.



4 comments:

Sigdís Þóra said...

Yndisleg síðan þín alltaf:) Gaman að skoða..

Er einmitt líka með símann minn troðfullan af myndum sem ég tími ekki að henda.. þarf að fara að finna snúruna til að setja þær inn á tölvuna hið fyrsta.. Síminn minn vill nefnilega ekki taka á móti sms-um á meðan hann er svona fullur af myndum :o/

Var annars að finna krúttlegu smekkbuxurnar sem ég keypti einhverntímann þegar þú varst ólétt af Emil ef ske kynni að hann yrði lítil hnáta ;) En þær koma sér vel núna fyrir Ölmu Kristínu :)

Knús í húsið þitt og hlakka til að sjá ykkur öll :*

Gudny Brá said...

Takk sæta mín, gaman að vita að einhver skoðar ;)

Ég notaði bluetooth við að færa myndirnar af símanum yfir á tölvuna, þú getur kannski gert það líka. Ég einmitt hef ekki hugmynd um hvar snúran sem kom með símanum er :/

Knús til baka, ég hlakka líka mikið til þess að hitta ykkur :*

Begga said...

vá - m.a.s. símamyndirnar þínar eru listaverk

Gudny Brá said...

æjj hvað þú ert sæt Begga, þúsund þakkir :)