Alma og föndur

Ég fór með Ölmu til augnlæknis í vikunni útaf blett sem hún er með á auganu og hefur verið með frá fæðingu. Læknirinn sá ekkert athugavert núna en vill hitta hana aftur þegar hún er 12 mánaða og sjá hvort að það sé einhver breyting þá. Hún sagði að mögulega gæti þetta þýtt að hún verði að fá gleraugu til að leiðrétta augun. Vona að þess þurfi ekki, get ekki ímyndað mér hvernig það er að láta gleraugu tolla á 1 árs barni! :/

IMG_6746


Ég gerði þessa húfu um daginn úr gömlum bol af mér og hún var alltof stór á Ölmu. Svo núna þegar mér datt í hug að prófa hana aftur er hún eiginlega orðin of lítil, en samt pínu krúttleg.

IMG_6867

IMG_6876

IMG_6866

IMG_6863

Smá föndur í lokin, ég er að gera "listaverk" fyrir herbergið hans Emils, sýni ykkur það þegar það er tilbúið :)

IMG_6832

Á morgun ætlum við inn í stórstað að hitta Mattias vin okkar, ætlum á Fotografiska en ég er á síðasta séns að sjá sýningu Annie Leibovitz sem ég hef ætlað að kíkja á í allt sumar.

Vona að þið eigið góða helgi!

5 comments:

Hjalti Sigfússon said...

Snilldar myndir að venju...

Annie Leibovitz er mikill snillingur og sýningin er örugglega mögnuð

Ég mæli með að horfa á Annie Leibovitz: Life Through a Lens myndina ef þú hefur ekki séð hana

Gudny Brá said...

Takk Hjalti, sýningin var ótrúlega flott og mér fannst gaman að sjá líka persónulegt safn hennar.
Ætla að tékka á myndinni annars, hef ekki séð hana :)

Anonymous said...

Þetta er nú meira krúttbarnið! :o) Sæt húfan hjá þér og ég bíð spennt eftir að sjá listaverkið sem þú ert að gera inn í herbergið hans Emils :o). Æðislegar myndir að vanda... Væri alveg til að hafa snert af þessari ljósmyndagáfu þinni... :o)

Knús og kossar af klakanum...
Berglind G

Gudny Brá said...

Takk Berglind, risa knús til ykkar allra! :*

Sigdís Þóra said...

Guðný viltu kenna mér að vera svona myndarleg! Vildi óska að ég væri svona flink í höndunum..

Þú ert klárlega fyrirmynd allra mæðra mín kæra ;)

Knús á ykkur öll :*