Alma setur yfirleitt upp þennan svip þegar ég tek myndir af henni...

IMG_7432
en hún er samt oftast svona...

IMG_7441-3

sérstaklega ef ég syng dansi dansi dúkkan mín fyrir hana, þá skríkir hún alveg af gleði.

Ég varð að prufa að setja slaufu í hárið á henni áður en það dettur allt af sem mér sýnist það vera að gera.

IMG_7458

Og fyrir helgina nokkrir hlutir sem ég er að vinna í..

púðaver..

IMG_7420

rúmteppi fyrir Emil..

IMG_7402

og svo er ég að föndra með glanspappír eins og lítið barn :)

IMG_7394

IMG_7405


vona að þið eigið góða helgi! :)

4 comments:

Anonymous said...

Mér finnst hún Alma svo lík þér á fyrstu myndinni, þessi svipur og svo líka spékoppinn... hún er nú meira krúttið þessi prinsessa...

Þú ert ekkert smá dugleg að sauma og svo er þetta líka allt svo fallegt hjá þér. Ég bíð enn spennt eftir að sjá skrautið inn í herbergið hans Emils :o).

Vonandi eru allir búnir að jafna sig af veikindunum... SÞÓ er búinn að vera með kvef síðan aðlögun lauk í leikskólanum og er núna með kvef þar sem mögulegt er að vera með kvef! Í nebbanum, hósta, hálsbólgu, sýkingu í augum og gubbupest þar að auki... Púff vonandi tekur þetta pestatímabil enda fljótlega á báðum bæjum...

Knús á ykkur öll...

Berglind Gunnarsdóttir xoxo

Gudny Brá said...

Æi en leiðinlegt að heyra með frænda, vona að hann fari að jafna sig og sé þá bara búinn með allar flensur vetrarins. Gefðu honum risa knús frá okkur!

Takk fyrir að finnast hún lík mér, hún er nefnilega ansi lík Fredrik á ungbarnamyndum af honum en ég á kannski smá í henni líka :)

Ég skal sýna þér skrautið fljótlega, það komust bara litlir forvitnir fingur í það og skemmdu það :/ eeen ég tók mynd af því áður svo ég þarf bara að skella henni inn!

Vona að þið hafið það gott og að elsku litli kallinn fari að jafna sig!

knús og kossar :*

Ingvar said...

Ohh alltaf svo gaman að skoða huggulega bloggið þitt!
Alma er svo yndislega fallegt barn! Finnst myndasvipurinn hennar þvílíkt krúttlegur :)
Og myndarskapurinn í þér er alveg til fyrirmyndar! Mig klæjar alveg í fingurna að fara að vera svona myndarleg líka þegar ég sé þessa flottu hluti hjá þér :)
Habba var einmitt að búa til alveg ótrúlega flott bútasaumsteppi - er búin að panta námskeið hjá henni eitthvert kvöldið ;)
Svo þurfum við bara að fara að halda saumaklúbb í Svíþjóð við tækifæri! Það væri svooo gaman! :)

Ingvar said...

haha úps... þetta er ég, Sigdís ;)