Eitt helsta áhugamál okkar er að fara á markaði og í second hand búðir í leit að gersemum. Við erum algerir safnarar og ég held að það verði ekki langt þar til við neyðumst til þess að vera með okkar eigin markað. Meira að segja Emil sem finnst nú yfirleitt alveg hrikalega leiðinlegt í búðum finnst gaman að skoða notað dót. Það eru nefnilega oftast seld leikföng líka sem honum finnst ekki leiðinlegt að skoða.
Hér smá brot af uppáhalds hlutum sem við höfum fundið nýlega:

Mynd sem prýðir vegg í Emils herbergi


Gamalt skólaplakat af hjarta, pííínu ógeðslegt en við vorum í skýjunum með þennan fund.

Heart

Það fyrsta sem ég leita alltaf eftir er efni :)

thrifted fabric

lyklaskápur...

IMG_8165


IMG_8169

Fredrik vill safna gömlum spilum og um helgina fann hann þessi...


Untitled-3

Orðaspilið er það fyrsta sem var gefið út í Svíþjóð og allir stafirnir eru ennþá með, mér finnst það alveg ótrúlegt en er viss um að eftir viku hjá okkur verður eitthvað týnt. :p

Gömul útgáfa af fifa :o)

Untitled-4

Á örugglega eftir að deila fleiri dýrgripum með ykkur seinna

8 comments:

Anonymous said...

Hihi þetta plakat... Ég er nú ekki viss um að það fengi að prýða veginn hjá okkur turtildúfunum enda klígjugjörn með einsdæmum þegar kemur að svona innvolsi ýmiskonar :oþ... Sæt myndin inni hjá Emil og sniðug myndin þarna efst á síðunni þinni með stöfunum! :o)

Knús á ykkur,
Berglind G

Anonymous said...

*eindæmum átti það að vera ekki einsdæmum :o/

Anonymous said...

dúdda mía.. ég ætti að fara að sofa... ekki veginn heldur vegginn... :S

Knús aftur...

Gudny Brá said...

haha :)
Já ég er eiginlega sjálf með klígju fyrir þessari mynd, væri til í finna gamalt landakort í staðinn eða blóma plakat...:o)
Risa knús!

Hjalti Sigfússon said...

Þið eruð nú meiri veimiltíturnar... plaggatið af hjartanum er mjög flott. Þó mér finnist Tipp-Kick fótboltaspilið jafnvel flottara.

Hilsen

Sunna said...

Mér finnst hjartaplakatið tryllt! Ef þú finnur heilaplakat, skal ég borga þér með nýra? Díll??

Gudny Brá said...

haha já Fredrik og Emil eru líka mjög hrifnir af fótboltaspilinu :)

Og Sunna ég skal hafa heilaplakatið í huga í framtíðinni ;) jakk...

Anonymous said...

Hahah þið eruð fyndin..

Er að hugsa um að kíkja í Kolaportið næstu helgi í tilefni þessarar færslu!

Fallegir hlutir sem þið eruð að finna! Ekkert smá flott barnamyndin :) Og mjög skemmtileg myndin efst á blogginu :)