Stokkhólmur

Um síðustu helgi fórum við inn í Stokkhólm að hitta Ásgeir frænda og Gretu Maríu frænku mína og snilling sem var þar að taka á móti verðlaunum en hún vann ljóðasamkeppni sem Konunglega óperan í Stokkhólmi hélt, ekkert smá flott hjá henni.


IMG_8624

IMG_8600

IMG_8607

IMG_8627

IMG_8605

IMG_8631

Við löbbuðum um alla borgina og áttum mjög skemmtilegan dag með þeim. :)

IMG_8657

Á Sunnudeginum fórum við í Myrorna sem er second hand búð og fundum loksins hnött á sanngjörnu verði. Þeir sem við höfum fundið hingað til hafa verið á plastfótum en þessi er á tréfæti og eiginlega bara akkúrat eins og við vildum hafa hann.

En jæja ég ætla að fara að þrífa og leika við veika strákinn minn sem er heima frá leikskólanum enn eina vikuna. Ég held að hann hafi verið veikur aðra hverja viku síðan hann byrjaði á leikskólanum. Ég vona að hann fari nú að klára þessar flensur því það er svo leiðinlegt að hanga heima dag eftir dag.

Hej då allihopa

2 comments:

Sunna said...

Til hamingju með frænku þína. Yndislegt að þið gátuð hitt frændfólkið og átt með þeim góðan dag :). Hnötturinn er geggjaður! Mikið vildi ég að það væru almennilegar svona búðir hérna heima. Sú eina er eiginlega Fríða frænka. Svo er ég alltaf í gersemaleit í Kolaportinu. Það gengur ekki vel, nema nú staðurinn orðinn að sokkabuxna central. Er búin að festa kaup á nokkrum slíkum á síðustu viku. Allt ónotað auðvitað, í pakkanum. Æðislegar barna blúndusokkabuxur í stærð 14 sem ég gat troðið mér í. Kostuðu 100 kr. Ég dauðsé eftir að hafa ekki keypt mér fleiri, því nú er ég búin að þræða ganga portsins, en finn hana ekki. Ætla að athuga í dag.. :).

Margir margir kossar!
S

Gudny Brá said...

Þú verður bara að koma í heimsókn Sunna mín þá geturu kíkt í búðirnar hér með okkur ;)
Knús