Nammi namm

Alma er farin að borða graut, henni leist ekkert á hann í fyrsta skiptið en var fljót að venjast og er alveg óð í hann núna. Í gær skríkti hún af kátínu þegar ég gaf henni og var reið ef ég var of lengi, þannig ég ákvað að taka upp á myndband í dag en þá var hún ekki alveg jafn æst. En hún er svo mikið krútt að ég átti erfitt með stytta myndbandið og það er því kannski svolítið langdregið fyrir aðra, þið spólið þá bara áfram :)

p.s. Stóri bróðir er svo einbeittur við að borða morgunmatinn sinn og finnst ekkert svakalega merkilegt að litla systir sé byrjuð að borða. :p
4 comments:

Anonymous said...

Krúttið litla hún Alma mín....verður greinilega matargat....gaman að gefa svona áhugasömum börnum að borða og ekki er hann Emil minn síðri..hann lætur ekkert trufla sig ef góður matur er annars vegar.

Knús og þúsund kossar til ykkar.
Þín mamma

Anonymous said...

Jeminn hún er nú meira krúttið! Æðisleg hljóðin í henni og svo er maður svo duglegur að taka á móti skeiðinni ammnamm! Frábært að hún er svona dugleg að borða litla músin... Og stóri bróðir er ekkert að láta litlu systur trufla sig.... í lok myndbandsins þar sem þau eru saman finnst mér rosalega sterkur systkinasvipur með þeim :o)... Gullfalleg bæði tvö!

Knús af klakanum,
Berglind G

Gudny Brá said...

híhí já vonandi verður hún jafn hrifinn af öllu öðru, ég held að þeim finnist grauturinn oftast bestur.
Og já Berglind mér finnst þau alltaf verða líkari og líkari hvort öðru, gullfalleg eins og frændi sinn! ;)
Knús

Margrét Inga Gísladóttir said...

HAhahaha ég og Heiðar erum búin að grenja úr hlátri yfir þessu myndbandi. Ekkert smá sætt ;) Núna langar mig bara að knúsa ykkur sko.

Knús knús
Margrét