Helgin okkar

Við byrjuðum helgina á góðum morgunmat og skemmtilegu skype samtali við Óla bróðir og Snæbjörn Þór, frænda og megakrútt ;)

IMG_3796

Þar sem við vorum með bíl mömmu hans Fredriks í láni yfir helgina notuðum við tækifærið og rúntuðum um. Við kíktum á nokkra markaði og Fredrik sýndi mér Vaxholm,ofboðslega fallegur staður sem við ætlum að skoða betur í sumar í hlýrra veðri.

IMG_3809IMG_3812
IMG_3831

Við sáum mörg skemmtileg hús þar, t.d. þetta bleika hús...

IMG_3834

og eitt gult með turni...

IMG_3837

og skemmtilegum blúndum í gluggunum...

IMG_3840

Yndislegt veður til að keyra um í en við fórum ekki mikið út úr bílnum og ég tók nánast allar myndirnar út um gluggann ;)

Einhvernveginn verður þessi kuldi meira þolanlegur þegar sólin skín en ég er nú samt alveg tilbúin í að vorið fari að láta sjá sig!

3 comments:

Sunna said...

Sáuð þið Línu langsokk bregða fyrir?

Yndislegar myndir sem ávallt!

Gudny Brá said...

haha Sunna við hittum Línu seinna sama dag en reyndar í matvöruverslun. Ég las þetta og fattaði ekki hvernig þú vissir að við hefðum séð hana en fattaði svo samhengið! ;)

Sunna said...

NEI! En ótrúlega fyndið :). Var ég ekki annars búin að segja þér frá skyggnigáfum mínum? heheh..