Leikfangaland

Emil á ágætt safn af gömlum fisher price leikföngum og hér er smá brot:
IMG_3619_1webIMG_3621web

Fredrik átti alveg eins bílahús þegar hann var lítill og honum langaði svo að finna eitt handa Emil. Hann leitaði mikið á netinu, fann ekkert á sanngjörnu verði en allt í einu vikuna fyrir afmælið hans Emils fundum við eitt í búðinni okkar góðu! Ég veit ekki hvor var ánægðari Fredrik eða Emil en það er allavega mikið leikið með húsið sem og allt hitt fisher price dótið.

IMG_3618webIMG_3620_1web2

peningakassinn er tíu árum eldri en ég og hefur örugglega glatt mörg börn í gegnum árin :)

IMG_3623web

Ég mæli með gömlum leikföngum fyrir börn, þau virðast vera svo miklu sterkari en flest öll leikföng sem gerð eru í dag, þau kosta miklu miklu minna, það er umhverfisvænt að kaupa notaða hluti og mér finnst þau oft vera mun fallegri. Ég nýt þess allavegana á meðan Emil hefur gaman að þeim, á endanum á hann kannski bara eftir að vilja nýja hluti ;p

3 comments:

Sóley said...

Æði, alveg sammála með gömlu leikföngin, sérstaklega Fisher Price, þvílíkt góð ending í þessu. Stelpurnar mínar eru stundum að leika með 40 ára gamalt Fisher Price dót :)
Annars sendi ég knús á ykkur, alltaf gaman að skoða bloggið þitt!

Sophie said...

Great photos! My son is almost 6, and still plays with (almost only) old toys...

Gudny Brá said...

Takk Sóley, gaman að heyra að stelpurnar leiki líka með svona gamalt dót . Risastórt knús tilbaka á ykkur :)

Good to hear Sophie, I keep my hopes up then that my kids will also continue to play with old toys ;)