sumarkjóll um hávetur

Það er alls ekkert sumarveður hér (20cm af snjó og hitastigið hefur farið niður í -20) en Alma fær samt að klæðast sumarkjól. Hún á nefnilega ekki eftir að passa í hann í sumar, ég rétt næ að hneppa síðustu tölunni núna.

IMG_3446

IMG_3473

Hárbandið fína fær ekki að vera lengi á höfðinu...

IMG_3478
IMG_3468

Annað í fréttum af þessari litlu dömu er að hún er farin að standa upp. Hún er búin að vera að reyna að standa upp heillengi út á miðju gólfi þá setur hún hendur og fætur í gólfið og rassinn upp í loftið. Nú fattaði hún allt í einu að það er auðveldara að hífa sig upp og svo stendur hún montin og brosir framan í okkur.

IMG_3505

IMG_3492

Ég var svo léleg við að skrifa niður með Emil hvenær hann byrjaði að gera hitt og þetta en ég á yfirleitt til myndir sem ég get skoðað í staðinn. Fann t.d. þessar tvær af honum þegar hann var 9 mánaða. Hann var ekki farinn að standa upp en byrjaði á því 10 mánaða, hann var hinsvegar kominn með 4 tennur en Alma er bara með tvær. Það verður svo spennandi að sjá hvenær hún fer að ganga, en hún má alveg bíða aðeins með það. ;)

Emil í október 2008
IMG_8955IMG_4510

5 comments:

Sunna said...

Fallegu fallegu systkini! Mikið er Alman mín fín í kjólnum sínum :).

Miklu skemmtilegra að geta skoðað myndir þegar helstu þroskaskrefin eru yfirunnin.

Margrét Inga Gísladóttir said...

Þessi börn eru náttúrlega BARA falleg. Æðislegur kjóllinn hennar Ölmu líka.
Gaman að bera þau svona saman systkinin. ;)

Anonymous said...

Til hamingju Alma duglega....þú verður farin að ganga áður en við vitum af. Mikið er kjóllinn fallegur...kannski verður runnið af henni í sumar og kjóllinn passlegur;O)

Knús í hús
mamma

Anonymous said...

Endalaust falleg börn :o)... Maður má sko vera montin... farin að standa og allt. Mér finnst hún góð að hafa ætlað að byrja bara að standa upp á miðju gólfi! Metnaður í minni ;o).

Knús
Berglind G

Sigdís Þóra said...

Endalaust falleg systkinin! Og hafa fegurðina sko ekki langt að sækja! :-)

Hlakka svooo til að hitta ykkur öll í júní :D
Þá verðurðu líklega farin að elta skvísuna um öll gólf ;)