Nýr mánuður og ný íbúð

Ég veit ekki hvar ég á byrja eftir svona langa pásu hérna en ég held ég sendi ykkur smá sól af nýju svölunum okkar.

Við Emil gæddum okkur á jarðarberjum og appelsínudjús í vikunni:

IMG_7906
IMG_7898IMG_7907IMG_7916
IMG_7923

Og systkinin tóku sig til í dag og máluðu svalirnar með vatni:

IMG_7951IMG_7941IMG_7971IMG_7985IMG_7980

IMG_7989

26 gráður í dag og við erum að kafna, væri alveg til í að senda nokkrar gráður til Íslands.

Ætla annars að vera duglegri hérna á síðunni, hef mánuð af myndum að sýna ykkur. ;)

7 comments:

Sigdís Þóra said...

Æði! :) Yndislegar myndir eins og alltaf og yyyndislegar buxurnar hennar Ölmu! :)
Hlakka til að fá að koma að sitja á þessum svölum og hitta þessi yndislegu börn eftir bara 9 daga!
Takk fyrir spjallið áðan sæta mín :* Get ekki beeðið eftir að koma! :D

Ásrún said...

úú fínar svalir!! Vonandi fer vel um ykkur á nýja staðnum! Hafið það gott og njótið blíðunnar :)
er svo abbó út í Sigdísi að vera á leiðinni út til ykkar - þetta verður æði! :)

Berglind said...

Þú verður að afsaka hnýsnina, ég er algjör laumulesari hérna, en ég er forfallin aðdáandi myndanna þinna ;) Þær eru svo flottar

-kveðjur frá Sviss
Bergind Hugrúnarsystir

Gudny Brá said...

Takk sömuleiðis Sigdís, við getum ekki beðið eftir að fá ykkur til okkar!

Ásrún þú verður bara að lauma þér í töskuna þeirra og koma með út, vona annars að þið hafið það gott sömuleiðis og veðrið fari nú að skána hjá ykkur á fróninu.

Og Berglind þér er sko velkomið að lesa hérna! Þakka bara fyrir hólið, gaman að eiga aðdáanda haha ;) Bestu kveðjur til baka til Sviss frá Svíþjóð :)

Margrét Inga Gísladóttir said...

Oooo þau eru svo yndisleg og falleg og flott. Mikið langar mig að koma í heimsókn....er ekki pláss í töskunni hennar Sigdísar??? :p

Anonymous said...

Jeijjj nýtt blogg komið! Ohhh hvað ég væri til í að heimsækja ykkur í sólina! Alma ekkert lítið sæt í blundubuxunum og Emil hattakarl flottur eins og alltaf. Til hamingju með nýju íbúðina!!!

Knús,
Berglind G

Gudny Brá said...

Takk Margrét mín, það er örugglega pláss í töskunni hennar, fyrir ykkur öll þrjú! ;)

Og takk Berglind! Það væri svo gaman að fá ykkur aftur en ég skal reyna að taka sólina með mér næst þegar ég kem. ;)