Alma og mamma

almaogmamma

Þar sem ég er yfirleitt á bakvið myndavélina, vantar mig á flestar fjölskyldumyndir. Mér finnst það pínu leiðinilegt og vil að krakkarnir geti séð þegar þau verða stærri að þau áttu líka mömmu. :)
Við Alma settum því upp myndatöku einn dag í vikunni á meðan Emil lagði sig og Alma á sjálf heiðurinn af þessum myndum. Ég stillti tímann og lét myndavélina á gólfið, Alma hljóp svo smellti á takkann og við stilltum okkur upp. Henni fannst þessi leikur alveg ofboðslega skemmtilegur og ég held að ég sé búin að kveikja í smá ljósmyndaáhuga hjá litlu dömunni.

4 comments:

Fredrik said...

Didn't we agree that our kids are becoming researchers and not photographers?

Sunna said...

Hehehehe.. Yndislegar mæðgur, líst mjög vel á ,,leikinn" :). Fleiri svona myndir, já takk!

Gudny Brá said...

Hah I guess we will see about that...
Sunna, èg fæ Ölmu til að taka fleiri myndir fyrir þig. :)

Hugrún said...

Yndislegar :) Meira svona !!!! Áfram Alma :):):):)