photo BANNER_zps3e343e76.jpg


umflokkarUntitled-1heimasida


Maí í Instagram myndum

Vor í Stokkhólmi 
Alma sem varð tveggja ára í maí

 Ég á leiðinni að sækja krakkana á leikskólann, eitthvað sem er orðið frekar erfitt því Emil er alltaf dauðþreyttur og neitar að fara heim með mér. Mér líður auðvitað eins og ég sé versta mamma í heimi sérstaklega um daginn þegar einn kennarinn sagði; ,,skrýtið flest börn gráta þegar þau koma á morgnana en ekki þegar þau fara heim" Alma bætir þetta aðeins upp með því að hlaupa til mín um leið og hún sér mig og gefa mér stærsta knús í heimi.

 Veðrið er ekki slæmt þessa vikuna
 Melónur eftir leikskólann
Við Emil fengum okkur gotterí eftir læknisheimskókn þar sem kom í ljós að hann er með eitthvað ofnæmi.
Ég byrjaði á því að hlaupa nú í vor, hef ekki gert það í mörg, mörg ár og er alveg hissa á því hvesu skemmtilegt það er og hversu miklum árangri maður nær fljótt.
Við settumst út til að kríta en krakkarnir höfðu mestan áhuga á að eltast við maura. 
Vona að þið eigið góða viku (þið sem að kíkið ennþá hérna inn þrátt fyrir bloggleysið) ;) 

4 comments:

Kristrún Helga(Dúdda) said...

Geggjaðar myndir! :-)

Anonymous said...

Ohhh litlu gullklumparnir :o)... Æðislegar myndir eins og alltaf!

Hlakka til að sjá ykkur!

Knús,
Berglind

Gudny Brá said...

Takk fyrir! :)

Við getum ekki beðið eftir að sjá ykkur Berglind og knúsa litlu frændur!

Ásrún said...

svo skemmtilegar myndir af ykkur! flott gleraugun þín! :)