Nýtt leiksvæði

leikherbergi1 Íbúðin okkar er lítil og yfirleitt undirlögð af leikföngum, krakkarnir nota herbergið sitt nánast bara til að sofa í en draga dótið sitt inn í eldhhús...þaðan inn í stofu...inn í herbergið okkar og stundum inn á baðherbergi (efast um að ég sé ein um þetta vandamál). Ég ákvað að breyta aðeins til og útbúa hluta af eldhúsinu sem leiksvæði og ég held að þau séu bara nokkuð sátt.
leikherbergi2 leikherbergi3 
Leikföngin eru enn á stöðugu flakki um íbúðina en það er allavega mun skemmtilegra að ganga frá þeim aftur.

No comments: