sumardagur


sumar1 
Dagarnir  renna allir í eitt þegar fjölskyldan er í sumarfríi. Veðrið er búið að leika við okkur og miklum tíma því eytt á ströndinni. 
Myndirnar eru frá því á föstudaginn en þá byrjaði ég daginn á því að hjóla niður að sjó þar sem ég myndaði litla stelpu og fjölskylduna hennar. 

sumar4 
Þegar ég kom heim hjálpuð krakkarnir mér við að mála ikea tröppur sem voru orðnar hálf sjúskaðar, Emil entist í 3 mínútur en við Alma dunduðum okkur við að mála í dágóða stund.
 sumar5  Untitled
Alma náði að skreyta sjálfa sig örlítið við málningarvinnuna en hún skolaði það mesta af sér í vaskinum áður en við héldum á ströndina.
 
sumar3

Nú eru þessi tvö sofnuð, rólegt kvöld framundan og ég kannski næ að vinna nokkrar myndir áður en ég lek niður í rúmmið sjálf.

2 comments:

Habba said...

Æj hvað þau eru sæt systkinin!

Gudny Brá said...

Já bara ef þau væru svona góðir vinir alltaf. ;)