banner

Maí í myndum

Maí

Síminn minn er fullur af myndum af sofandi Alberti, erfitt að standast þetta krúttlega andlit.

Maí 

Á spítalanum, á leið í PET-skanna. Það tekur alltaf á og fullt af tilfiningum sem koma upp. Allt gekk samt vel og niðurstöðurnar voru góðar. 

Maí 

Sýrenur, uppáhalds vorblómin mín. Sorglegt bara hvað þær blómstra stutt. 

Maí  

Ostrur og "kräftor"með góðum vinum. 

Maí  

Afmælismánuðurinn hennar Ölmu, 15 ára! Fagnað með blöðrum, pökkum og út að borða á uppáhalds veitingastaðnum. 

Maí  

Fredrik gaf út matreiðslubók með pólitísku ívafi, bókin er æðisleg og útgáfuteitið var ekki síðra. 

Maí  

Stóru, en samt líka litlu, krúttin mín.

Maí  

Ég er búin að vera hrikalega þreytt allan mánuðinn og sólarhringur í Stokkhólmi tók vel á, gott að eiga einn mjúkan að kúra með. 

Maí  

Fékk blóðgjöf til að hressa mig við. Hélt að það tæki enga stund en það tók fimm klukkutíma! Mun undirbúa mig betur ef ég þarf að endurtaka þetta. 

Maí  

Rósirnar blómstra í Lundi og gera göngutúra með Alberti enn notalegri.   

Maí  

Grasagarðurinn blómstrar líka. 

Maí

Göngutúr við hafið. 

Maí  

Og fyrsti strandardagurinn með Ölmu, ein lá í sólbaði í bikiníi og hin fullklædd með derhúfu og sólgleraugu.


4 comments:

  1. Dásamlegt að sjá allar fallegu myndirnar 🥰

    ReplyDelete
  2. Fallelgar myndir og ég er sammála Albert er algjört krútt 🐶... knús, Berglind❤️

    ReplyDelete
  3. Æðislegar myndir elskan mín ❤️, sjá Ölmufegurðina!! 😍. Þú ert uppáhalds ljósmyndarinn minn ❤️❤️.
    Elska sírenur líka, ilmurinn unaðslegur. Hér blómstra þær fyrr en venjulega. Sendi sumarknús yfir til þín og allra þinna. Xx Sunna

    ReplyDelete
  4. Takk fyrir að deila elsku Guðný. Ég sit hérna með minn mjúka, hlýja hnullung klesstan við mig að skoða þessar dásamlegu myndir :) Svo gaman að skoða gömlu myndirnar og hvað krakkarnir hafa stækkað <3 Knús til ykkar, Ella

    ReplyDelete