banner

Þriggja mánaða update

img_001

Í gær var ég hjá krabbameinslækninum mínum, til að fá niðurstöður úr jáeindaskanna sem ég fór í fyrr í ágúst. Dagarnir á milli skannans og niðurstöðu geta verið órólegir, en ég er samt orðin frekar góð í að reyna að hugsa um annað og þrátt fyrir allt býst ég eiginlega alltaf við góðum niðurstöðum. Ég nýt daganna betur þegar ég trúi því að allt sé í lagi og ég slepp við að eyða dögum í kvíða sem kannski er alveg óþarfur. Veit að það er ekki alltaf auðvelt að stjórna kvíða en þessi barnalega jákvæðni hjálpar mér mikið. 

Í gær fékk ég aftur góðar fréttir, ekkert krabbamein sést á myndunum og lyfin virðast enn gera sitt. Ég er óendanlega þakklát og vona að lyfin haldi áfram að virka vel þrátt fyrir að ég fái lægsta skammt núna. 

Ég get allavega notið næstu þriggja mánaða og vil ekki trúa öðru en að niðurstöðurnar verði aftur góðar þá.

4 comments:

  1. Yndislegt- gott að heyra ❤️ kveðja Ingibjörg Ásta

    ReplyDelete
  2. Frábærar fréttir 🩷🩷

    ReplyDelete
  3. Frábærar fréttir elsku Guðný Brá💕 kv. Berglind

    ReplyDelete
  4. Yndislegt að heyra! ❤️❤️❤️

    ReplyDelete