Fröken Alma

Alma er orðin 6 vikna og gerir ekki annað en að sofa, drekka og brosa til okkar, held að það sé ekki hægt að hugsa sér betra barn. Hún sefur 6-8 tíma á nóttu sem er auðvitað algjör lúxus og ég vona að hún haldi því bara áfram. :)

Stóri bróðir nýtur sænska sumarsins í botn, hann er alltaf á fleygiferð og næst því ekki oft á mynd en ég náði myndum af honum fyrir og eftir sandkassa leik með Hugo frænda sínum.
hér er hann fyrir sandkassann...

og eftir...

lítur út eins og ég veit ekki hvað, baðkarið breyttist svo í sandkassa þegar við komum heim.

Ein í lokin af Hugo frænda sem stillir sér alltaf upp þegar ég munda vélina :)Nú er litla daman sofnuð í fanginu á mér og Fredrik sofnaður yfir sjónvarpinu svo ég held að það sé tími til koma sér í háttinn.


2 comments:

Margrét Inga said...

Awww þau eru svo endalaust sæt þessi krútt ykkar...og Hugo líka, svona ekta grallari ;) Sakna ykkar endalaust mikið....
Knús og milljón kossar

Sóley said...

Krúttin. Sé það betur hvað Emil er líkur pabba sínum þegar ljósa hárið er falið ;) Alma er líka alger feguðardís, hlakka til að sjá ykkur in person :*