photo BANNER_zps3e343e76.jpg


umflokkarUntitled-1heimasida


vika 1

Ég hef ákveðið að taka mynd á dag í eitt ár og ætla að pósta þeim vikulega. Vona að ég nái að halda þetta út og til að auðvelda verkefnið ætla ég ekki að hafa nein takmörk heldur taka mynd af hverju sem er, hversu hversdagslegt sem það verður.

Emil byrjaði árið í baði, hann leit á mig í nokkrar sekúndur og sagði síííís sem er mjög óvenjulegt því venjulega forðast hann stíft að horfa í myndavélina.

day 1

Alma fékk prinsessukjól í jólagjöf frá Amöndu frænku sinni :)

day 2


day 3


day 4

Ég var svo stolt þegar Fredrik benti mér á að orkidean okkar væri búin að blómstra aftur. Ég gleymi alltaf að vökva blóm og þau deyja því yfirleitt fljótt hjá mér svo þetta var mikið afrek.

day 5

En gleðin entist ekki lengi því daginn eftir tók Emil eftir þessu líka fína blómi og braut það af til að sýna okkur! En jæja kannski gengur betur með næsta blóm :)

day 6

♥ Guðný Brá

4 comments:

Hjalti Sigfússon said...

Verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér. Ég hef verið að spá í einhverju svipuðu verkefni, hallast þó frekar að einni "myndaséríu á viku" verkefni. Sjáum til hvort það verður að veruleika.

Annars er 5.janúar myndin algjört meistaraverk Guðný. Ef myndin væri skorin í miðju þá ertu meira að segja með 2 mjög góðar myndir, en þetta var auðvitað allt planað hjá þér ;)

Svana said...

Frábær hugmynd og ótrúlega fallegar margar myndirnar sem þú tekur.:)

Anonymous said...

Mér lýst rosalega vel á þetta verkefni hjá þér! :o) Skemmtilegar myndir fyrstu daga janúarmánaðar og sömuleiðis myndirnar frá desember! :o)

Knús á ykkur...
Berglind G

Gudny Brá said...

Takk öllsömul! :)

Hjalti, sería á viku hljómar vel sjáum hvort ég haldi út í heilt ár! :p