Fyrsta jólaföndrið

jolaskreytingar
Nú þegar það er nánast dimmt allan sólarhringinn eykst löngunin í að föndra og skreyta fyrir jólinÉg er farin að sanka að mér jólalegum hlutum og þar sem krakkarnir hafa verið að bera inn köngla og kastaníur allt haustið, ættum við að geta nýtt það núna.

jol2013jolaskreytingar2 jolaskreytingar3 
Í gær, eftir leikskóla föndruðum við Alma saman. Við bjuggum til glimmer/snjókúlu sem heppnaðist bara ágætlega, þó ég hugsi að ég leggi ekki í fleiri föndurstundir beint eftir leikskóla með þreyttu barni. Höldum okkur við helgarnar héreftir, þolinmæðin var nefnilega ekkert svakaleg. jolakula2jolakula3 Aðventukrans er næst á dagskrá, ætlum að reyna að skreyta einn fyrir morgundaginn svo við getum kveikt á fyrsta kertinu.

No comments: