banner

Heimagert stofuborð




Okkur hefur lengi langað til að búa til borð í stofuna, en ekki látið verða af því fyrr en nú. Um helgina skelltum við okkur Ikea og keyptum svarta búkka til að nota sem fætur. Í gær tók ég mig svo til og hjólaði í byggingavöruverslun og keypti viðinn í borðplötuna. Ég var frekar skrautleg þegar ég hjólaði heim með langar spýtur á hjólinu og í fanginu og fékk nokkur bros frá gangangi vegfarendum  á leiðinni. Nú er eldhúsborðið okkar aftur komið inn í eldhús og nýja borðið (sem ég er kannski aðeins stoltari af en ég ætti að vera) prýðir stofuna.

3 comments:

  1. Myndarskapur er þetta :)
    kv mamma

    ReplyDelete
  2. Fallegur viður í borðinu! Kalla þig góða að hjóla með hann heim

    ReplyDelete
  3. Takk Habba, hjólið mitt er svo mikið súperhjól! ;)

    ReplyDelete